Á forsíðu.

Blágreni
Picea engelmannii


Blágreni      Blágreni er nokkuð breitilegt í útliti.

Blágreni vex villt til fjalla í norðvesturhluta Norður Ameríku,
frá Alberta og British Columbia til N.Mexíkó.

Blágreni þrífst þokkalega hér á norðurlandi, ef sjáfaseltu gætir ekki.
Útlit trjáa innan tegundarinnar er nokkuð breytilegt, bæði eftir upprunastöðum plantna,
og milli trjáa sem ættuð eru frá sama svæði. Blágreni vex frekar hægt,og verður oft þéttvaxið og fallega lagað.

Broddgreni Picea pungens. Ber nafnið Blue Spruce á ensku og Blágran á Norsku.
Það er til í gömlum skógarreitum hér á norðurlandi. Oftast er vöxtur þess lélegur,
og vantar alveg greinar á þá hlið sem snýr í verstu vindáttina.
Við höfum það ekki til sölu, en gaman væri að prufa Broddgreni betur.
Sjáið myndina hér fyir neðan.

Broddgreni. Picea pungens. Sennilegt er að hina hliðina vanti á tréð.

Notið örina, (Back) til að fara aftur á sama stað á síðu með trjátegundum, sem seldar eru í pottum.

Sjá einnig Skógarplöntur, sem seldar eru í fjölpottabökkum.