Broddfura
Pinus aristata
Broddfura er mjög harðgerð og brennur sjaldan í vorsól, eins og ýmsar aðrar tegundir
sígrænna trjáa, en vex hægt.
Broddfuran þroskar fræ hér á landi, og eru söluplöntur okkar komnar af fræi úr Mörkinni á Hallormsstað.
Broddfura vex villt í Norður Ameríku, til fjalla í Colorado, N.Mexíkó, Arizona í allt að 4000 metra hæð yfir sjó.
Eitt afbrigði Broddfuru er frægt fyrir að verða 4 til 5000 ára.