Gróðrarstöðin Réttarhóll - Upplýsingar, Vegakort af Svalbarðseyri, landnámssaga og skrá yfir ferðaþjónustuaðila.


Til baka á forsíðu

Grófar afstöðumyndir eða vegakort.


Svalbarðseyri gróft vegakort, með tenglum.

Eyjafjörður miðhluti, vegakort með tenglum.(Hlutföll ónákvæm.) Í Landnámabók segir svo frá landnámi á Svalbarðsströnd :

Skagi Skoptason hét maður ágætur á Mæri í Noregi. Hann varð ósáttur við Eystein glumru og fór af því til Íslands. Hann nam að ráði Helga hins magra, Eyjafjarðarströnd hina eystri, út frá Varðgjá, til Fnjóskadalsár. Hann bjó í Sigluvík. Hans sonur var Þorbjörn, faðir Héðins, er Svalbarð lét gera 16 vetrum fyrir kristni.'' Talið er líklegt, að Helgi magri hafi numið hér land um 890. Skagi hefur komið nokkru síðar, líklega ekki fyrr en eftir 900.

Svalbarð. Bærinn stendur á háum bakka, ofan við eyri nokkra, sem dregur nafn af bænum. Nafnið mun dregið af hafgolunæðing þeim, er hér er tíðum. Hefur Héðni bónda þótt svalur gustur á barðinu. Ekki vita menn, hvenær fyrst var byggð kirkja á Svalbarði. Verður að ætla það eftir líkum. Í Auðunnarmáldaga 1320 voru henni talin til eignar 5 málnytukúgildi og 5 í lausagóssi, eða alls 10 hundruð. Hefur hún þá varla verið nýbyggð. Síðasta kirkjubygging,(Byggð 1846.) áður en núverandi kirkjuhús var byggt, stóð sunnan við bæinn, en er nú við minjasafnið á Akureyri. Kirkjan sem nú stendur á Svalbarði, Svalbarðskirkja var vígð 30 maí 1957.(Sjá tengil á myndir neðst á fréttasíðu.) Hún stendur ofan við bæinn, á þeim stað sem heitir Réttarhóll, en þar var fjárrétt Svalbarðsbænda. Af því örnefni, er nafn gróðrarstöðvarinnar dregið.

Gróðrarstöðinn er í littlum skógarreit, sem Skógræktarfélag Svalbarðsstrandar gróðursetti á árunum 1956 til 1963. Þar var meðal annara tegunda plantað út miklu af Skógarfuru, sem nú er að mestu horfin, en í rjóðri sem þá myndaðist, höfum við komið okkur fyrir, en allur reiturinn er í okkar umsjá. Talsvert hefur verið grisjað og gróðursett í reitinn eftir að bygging stöðvarinnar hófst, þó minna en við hefðum viljað.

Við sjáum um húsvörslu í Svalbarðskirkju. Ferðamenn geta komið til okkar ef þeir hafa áhuga á að koma í kirkjuna.


---
Til baka á forsíðu. Síða með tenglum á ýmsar vefsíður.

Önnur fyrirtæki og rekstraraðilar í Svalbarðsstrandarhreppi.

Svalbarðsstrandarhreppur,

Ferðaþjónusta og gisting á Svalbarðsströnd.

Gistiheimilið og parhúsaleigan Smáratúni 5 Svalbarðseyri. Símar 462 5043 og 893 6843.

Sveitahótelið Sveinbjarnargerði Svalbarðsströnd.
símar 462 4500 - 854 9328 og 895 9329 Fax 461 20 96

Vefsíða.

Þórisstaðir Svalbarðströnd. Sveitahótel. Sími 462 4471.
Fax 461 1734. Vefsíða

Safnasafnið Svalbarðsströnd. Sími 461 4066.Vefsíða.

Iðnaður.

Kjarnafæði (Matvælaiðnaður.)
Vefsíða

Urtasmiðjan (Herbal Workshop)
Fossbrekku Svalbarðsströnd.
Vefsíða


Frederic Chopin samdi það sem spilað er undir hér núna, Polonaisa op 53 inAb.  


TIL baka á forsíðu.


©Réttarhóll.