Á forsíðu.

Döglingsviður
Pseudotsuga menziesii


Döglingsviður í Hallormsstaðaskógi. Doglingsviðurinn þarf frjósamann og rakaheldinn jarðveg og skjól, til að vaxxa vel.

Döglinsviður vex villtur á vesturströnd Norður Ameríku. Útbreðslusvæðið er stórt, og nokkur
staðbundin afbrigði eru til. Hæð trjána er oftast 45 til 60 metrar, en stöku tré yfir 100 metra,
og fundist hafa tré upp undir 120 m. Döglingsviður er sagður geta orðið allt að 1000 ára gamall.
Ekki hefur verið ræktað mikið af Döglinsgviði hér á landi, en áhugavert væri að reyna hann mera,
og finna kvæmi sem henta vel, til að auka fjölbreytnina. Best er að planta Döglingsvið
í skóglendi, þar sem aðrar harðgerðari tegundir hafa myndað skjól, og jörð er frjósöm.
Sjá grein í ársriti Skógræktarfélags Íslands 1995 bls.124.

Döglingviður í garði á Akureyri. Döglingsviður verður nokkuð kræklóttur, þar sem hann vex á opnu svæði hér. Hugsanlega er þetta of þurr vaxtarstaður. Í Vaðlareit hafa plönturnar svipað útlit.
Hugsanlega setjum við síðar hér mynd af greinum og smáplöntum, sem lýsa tegundinni betur.

Farið efst á síðu, með lista yfir trjáplöntur sem seldar eru í pottum.