Ísl.nafn Latn.nafn.
|
Uppruni söluplantna, og frænúmeri ef til er.
|
Stutt lýsing tegundar, og ýmsar umsagnir.
|
Fjallaþinur
Abies lasiocarpa
|
Arapaho Col.USA og Þjórsárdalur,uppruna óljós.
|
Nær yfir 30 m. í heimkynnum sínum. Er til nokkuð efnilegur í Vaðlareit.
Er hávaxnastur hérlendis í Hallormsstaðaskógi. Allir Þinir þurfa helst skugga fyrir vorsól,
febrúar , maí.(t.d.í skógi.)
|
Síberíuþinur
Abies sibirica
|
Fræ kom frá Finnlandi. Ath. síðar.
|
Verður nær 30 metrar í heimkynnum sínum. Þarf skólgóðan stað, er talinn heldur viðhvæmari en fjallaþinur. Ylmandi.
|
Garðahlynur
Acer pseudoplatanus
|
Fræið af tré hér í stöðinni.
|
Lauftré sem getur orðið hávaxið hér á landi, yfir 10 m. Þarf góðan
jarðveg og skjólgóðan stað. Kelur sundum nokkuð fyrstu árin eftir
útplöntun Garðahlynur er til í görðum á Akureyri og þroskar þar fræ.
|
|
Birki - Ilmbjörk
Betula pubescens
|
safnað af völdum trám hér í stöðinni. (uppruni Bæjarst. og Vagglir.)
|
Birkið Þarf góðan jarðveg, og aðstæður, til að það nái einhverri hæð, en
getur vaxið næstum hvar sem er. Hæsti birkilundur og enn, sá
vöxtulegasti hér nálægt, er í Vaðlareit.
|
Alaskaösp
Populus trichocarpa
|
Gautsstaðareitur. uppr.Moose pass Alaska. Úr söfnun 1951.
|
Verður stórvaxin , yfir 30 m. í heymkynnum sínum. Fljótvaxin víða. Kann
sérlega vel við sig á Akureyri og þroskar þar oft fræ, sem hefur verið sáð hér til prufu, og nokkrar plöntur hafa verið gróðursettar(Venjulega er öspinni fjölgað með græðlingum.). En Alaskaöspin á
erfiðara á útnesjum og hærra frá sjó. Er varla æskileg í minni
garða vegna stærðar og ágengni, á veðursælli stöðum. Hefur náð allt að 20 m. hér á landi.
|