<- Leitarsíða.

Gróðrarstöðin Réttarhóll, Svalbarðseyri gr@rettarholl.is

Síða sem inniheldur skrá yfir trjátegundir sem eru til sölu hér, á árinu.





Trjáplöntur 2024.
Plönturnar eru seldar í pottum, 2 til 10 lítra.

Oftast eru aðeins fáar pöntur til af hverri tegund hér.
Nokkrar tegundir sem skilgreindir eru sem hávaxnir runnar eru skráðir á runnasíðu.
Nú 15. maí hefur ástand plantna ekki verið kannað, uppfært verður ef til vill síðar.
Skýringar neðst á síðu.

Ísl.nafn
Latn.nafn.


Uppruni söluplantna,
og frænúmeri ef til er.
Stutt lýsing tegundar,
og ýmsar umsagnir.
Fjallaþinur
Abies lasiocarpa

Arapaho Col.USA
og Þjórsárdalur,uppruna óljós.
Nær yfir 30 m. í heimkynnum sínum. Er til nokkuð efnilegur í Vaðlareit. Er hávaxnastur hérlendis í Hallormsstaðaskógi. Allir Þinir þurfa helst skugga fyrir vorsól, febrúar , maí.(t.d.í skógi.)
Síberíuþinur
Abies sibirica
Fræ kom frá Finnlandi. Ath. síðar. Verður nær 30 metrar í heimkynnum sínum. Þarf skólgóðan stað, er talinn heldur viðhvæmari en fjallaþinur. Ylmandi.
Garðahlynur
Acer pseudoplatanus

Fræið af tré hér í stöðinni.
Lauftré sem getur orðið hávaxið hér á landi, yfir 10 m. Þarf góðan jarðveg og skjólgóðan stað. Kelur sundum nokkuð fyrstu árin eftir útplöntun Garðahlynur er til í görðum á Akureyri og þroskar þar fræ.
Birki - Ilmbjörk
Betula pubescens
safnað af völdum trám hér í stöðinni. (uppruni Bæjarst. og Vagglir.)

Birkið Þarf góðan jarðveg, og aðstæður, til að það nái einhverri hæð, en getur vaxið næstum hvar sem er. Hæsti birkilundur og enn, sá vöxtulegasti hér nálægt, er í Vaðlareit.
Alaskaösp
Populus trichocarpa
         Á leitarsíðu.
Móðurplöntur á miðri mynd.
Gautsstaðareitur. uppr.Moose pass Alaska. Úr söfnun 1951.
Verður stórvaxin , yfir 30 m. í heymkynnum sínum. Fljótvaxin víða. Kann sérlega vel við sig á Akureyri og þroskar þar oft fræ, sem hefur verið sáð hér til prufu, og nokkrar plöntur hafa verið gróðursettar(Venjulega er öspinni fjölgað með græðlingum.). En Alaskaöspin á erfiðara á útnesjum og hærra frá sjó. Er varla æskileg í minni garða vegna stærðar og ágengni, á veðursælli stöðum. Hefur náð allt að 20 m. hér á landi.


*****

Af sumum tegundum á síðuni eru aðeins til fáar plöntur, og geta því selst fljótt upp, á sölutímanum.
Eins geta verið til örfáar plöntur af einhverri tegund, þó að hennar sé ekki getið á síðunni.
Einhverjar tegundir geta verið full smávaxnar, fyrrihluta sölutímanns, og ekki til sölu fyrr en nokkuð er liðið á sumarið.

Plönturnar eru í pottum, frá 2 lítrum upp í 10 lítra.
Sumar tegundir sem flokkaðar eru hér sem runnar gætu í einhverjum tilvikum átt að tilheyra þessari síðu.
Á leitarsíðu.  <- tengill á síðu, þar sem er hægt að auðvelda sér leit á plöntulistum.
Tengill þessi er víða á síðunni.

Efst á síðu.


Forsíða   Leitarsíða   Matjurtir     Sumarblóm    
Runnar í pottum     Trjáplöntur í pottum    
Fréttir     Tenglar    


©Gróðrarstöðin Réttarhóll.
  
 Á forsíðu.