<- Leitarsíða.

Gróðrarstöðin Réttarhóll, Svalbarðseyri gr@rettarholl.is

Síða sem inniheldur skrá yfir trjátegundir sem eru til sölu hér, á árinu.





Trjáplöntur 2022.
Plönturnar eru seldar í pottum, 2 til 10 lítra.

Oftast eru aðeins fáar pöntur til af hverri tegund hér.
Nokkrar tegundir sem skilgreindir eru sem hávaxnir runnar eru skráðir á runnasíðu.
Skýringar neðst á síðu.

Ísl.nafn
Latn.nafn.


Uppruni söluplantna,
og frænúmeri ef til er.
Stutt lýsing tegundar,
og ýmsar umsagnir.
Fjallaþinur
Abies lasiocarpa

Arapaho Col.USA
og Þjórsárdalur,uppruna óljós.
Nær yfir 30 m. í heimkynnum sínum. Er til nokkuð efnilegur í Vaðlareit. Er hávaxnastur hérlendis í Hallormsstaðaskógi. Allir Þinir þurfa helst skugga fyrir vorsól, febrúar , maí.(t.d.í skógi.)
Síberíuþinur
Abies sibirica
Fræ kom frá Finnlandi. Ath. síðar. Verður nær 30 metrar í heimkynnum sínum. Þarf skólgóðan stað, er talinn heldur viðhvæmari en fjallaþinur. Ylmandi.
Garðahlynur
Acer pseudoplatanus

Fræið af tré hér í stöðinni.
Lauftré sem getur orðið hávaxið hér á landi, yfir 10 m. Þarf góðan jarðveg og skjólgóðan stað. Kelur sundum nokkuð fyrstu árin eftir útplöntun Garðahlynur er til í görðum á Akureyri og þroskar þar fræ.
Gráölur
Alnus incana

Kom frá Barra 2017. All beinvaxið tré,grár börkur. Uppruni Evrópa og Asía.
Sitkaölur
Alnus sinuata
Runni 1 til 4 m, eða tré allt að 10 metrum.Uppruni Vestanverð N.Ameríka
Birki - Ilmbjörk
Betula pubescens
Nokkur hvæmi. Embla.
Og af fræi sem safað var á ýmsum stöðum í Eyjafirði.
og völdum trám hér í stöðinni. (uppruni Bæjarst. og Vagglir.)

Birkið Þarf góðan jarðveg, og aðstæður, til að það nái einhverri hæð, en getur vaxið næstum hvar sem er. Hæsti birkilundur og enn, sá vöxtulegasti hér nálægt, er í Vaðlareit.
Rússalerki
Larix sukaczewii

Hvæmi. Luumaki Finnland. Uppruni Vestur hluti Síberíu og Finnland. Ein mest notaða trjátegundin í skógrækt á Íslandi. Hæstu trén eru að verða um 20 m. Þrífst betur í lítið grónu landi.
Blágreni
Picea engelmanni
Rio Grande.
Uppruni norðvesturhluti norður Ameríku. Nær sömu hæð í sínum heimahögum og Rauðgreni, en vex hægar. Ein harðgerðasta grenitegundin a.m.kosti ef ekki gætir sjávarseltu. Er víða í skógarreitum og görðum.
Lindifura
Pinus cembra

Tomsk Rússlandi. Uppruni í fjöllum S.Evrópu og í Síberíu. Fagurt tré, hægvaxta. Þrífst allvel, er víða til frá byrjun trjáræktar á landinu t.d. í Grundarreit, á Hallormstað og víðar. Hæstu trén eru 11 til 15 m. Vex vel í Vaðlareit,, Kjarnaskógi og víðar.
Deggli, Döglingsviður
Pseudotsuga menziesii.

Uppruni fræs óljós, ath. síðar.
Upprunarlega frá vesturströnd N. Ameríku. Verður mjög hávaxin í sínum heimkynnum, yfir 100 m. en oftast 45-60 m. Smiðir hér á landi kannast við nafnið Oregon pine. Hefur lítið verið ræktaður hérlendis. Er til í garði á Akureyri og í Vaðlareit. Fyrst plantað á Hallormsstað 1941.


*****

Af sumum tegundum á síðuni eru aðeins til fáar plöntur, og geta því selst fljótt upp, á sölutímanum.
Eins geta verið til örfáar plöntur af einhverri tegund, þó að hennar sé ekki getið á síðunni.
Einhverjar tegundir geta verið full smávaxnar, fyrrihluta sölutímanns, og ekki til sölu fyrr en nokkuð er liðið á sumarið.

Plönturnar eru í pottum, frá 2 lítrum upp í 10 lítra.
Sumar tegundir sem flokkaðar eru hér sem runnar gætu í einhverjum tilvikum átt að tilheyra þessari síðu.
Á leitarsíðu.  <- tengill á síðu, þar sem er hægt að auðvelda sér leit á plöntulistum.
Tengill þessi er víða á síðunni.

Efst á síðu.


Forsíða   Leitarsíða   Matjurtir     Sumarblóm    
Runnar í pottum     Trjáplöntur í pottum    
Fréttir     Tenglar    


©Gróðrarstöðin Réttarhóll.
  
 Á forsíðu.