Ísl.nafn Latn.nafn.
|
Uppruni söluplantna, og frænúmeri ef til er.
|
Stutt lýsing tegundar, og ýmsar umsagnir.
|
Fjallaþinur
Abies lasiocarpa

|
Arapaho Col.USA og Þjórsárdalur,uppruna óljós.
|
Nær yfir 30 m. í heimkynnum sínum. Er til nokkuð efnilegur í Vaðlareit.
Er hávaxnastur hérlendis í Hallormsstaðaskógi. Allir Þinir þurfa helst skugga fyrir vorsól,
febrúar , maí.(t.d.í skógi.)
|
Síberíuþinur
Abies sibirica
|
Fræ kom frá Finnlandi. Ath. síðar.
|
Verður nær 30 metrar í heimkynnum sínum. Þarf skólgóðan stað, er talinn heldur viðhvæmari en fjallaþinur. Ylmandi.
|
Garðahlynur
Acer pseudoplatanus

|
Fræið af tré hér í stöðinni.
|
Lauftré sem getur orðið hávaxið hér á landi, yfir 10 m. Þarf góðan
jarðveg og skjólgóðan stað. Kelur sundum nokkuð fyrstu árin eftir
útplöntun Garðahlynur er til í görðum á Akureyri og þroskar þar fræ.
|
Gráölur
Alnus incana

|
Kom frá Barra 2017.
|
All beinvaxið tré,grár börkur. Uppruni Evrópa og Asía.
|
Sitkaölur
Alnus sinuata
|
|
Runni 1 til 4 m, eða tré allt að 10 metrum.Uppruni Vestanverð N.Ameríka
|
|
Birki - Ilmbjörk
Betula pubescens
|
Nokkur hvæmi. Embla. Og af fræi sem safað var á ýmsum stöðum í Eyjafirði.
og völdum trám hér í stöðinni. (uppruni Bæjarst. og Vagglir.)
|
Birkið Þarf góðan jarðveg, og aðstæður, til að það nái einhverri hæð, en
getur vaxið næstum hvar sem er. Hæsti birkilundur og enn, sá
vöxtulegasti hér nálægt, er í Vaðlareit.
|
Rússalerki
Larix sukaczewii

|
Hvæmi. Luumaki Finnland.
|
Uppruni Vestur hluti Síberíu og Finnland.
Ein mest notaða trjátegundin í skógrækt á Íslandi.
Hæstu trén eru að verða um 20 m. Þrífst betur í lítið
grónu landi.
|
Blágreni
Picea engelmanni
| Rio Grande.
|
Uppruni norðvesturhluti norður Ameríku. Nær sömu hæð í sínum heimahögum og Rauðgreni, en vex
hægar. Ein harðgerðasta grenitegundin a.m.kosti ef ekki gætir sjávarseltu. Er víða í skógarreitum og görðum.
|
Lindifura
Pinus cembra

|
Tomsk Rússlandi.
|
Uppruni í fjöllum S.Evrópu og í Síberíu. Fagurt tré, hægvaxta. Þrífst allvel, er víða til frá byrjun trjáræktar
á landinu t.d. í Grundarreit, á Hallormstað og víðar. Hæstu trén eru 11 til 15 m. Vex vel í Vaðlareit,, Kjarnaskógi og víðar.
|
Deggli, Döglingsviður
Pseudotsuga menziesii.

|
Uppruni fræs óljós, ath. síðar.
|
Upprunarlega frá vesturströnd N. Ameríku. Verður mjög hávaxin í sínum heimkynnum, yfir 100 m. en oftast 45-60 m.
Smiðir hér á landi kannast við nafnið Oregon pine. Hefur lítið verið
ræktaður hérlendis. Er til í garði á Akureyri og í Vaðlareit. Fyrst
plantað á Hallormsstað 1941.
|