Leitarsíða, til að leita á Sumarblómasíðunni.<-Leitarsíða.

Gróðrarstöðin Réttarhóll, Svalbarðseyri gr@rettarholl.is

Skrá yfir þær tegundir og afbrigði sumarblóma sem eru á sölulista.
Myndir eru af flestum tegundum.





Sumarblóm 2024

Sumarblómin eru seld í 7 cm. boxum og í pottum frá 12 cm.
Fyrsta uppfærsla, hugsanlega gleymist eitthvað.

Ísl. og latneskt nafn. Afbrigði og litur blóma. Stutt lýsing tegundar.
Skrautnál
Lobularia maritima
(Alissum maritima)

     Á leitarsíðu

2 afbrigði
Hvít, og Dökkfjólublá.
Lágvaxin 8 til 10 cm. Mjög blómviljug, ilmandi blóm.
Notuð í kanta og fremst í beð.
Ljónsmunni
Antirrhinum majus
'Sonnet Burgundy' dökkrauður,
.
Blómríkur og harðgerður 30 til 40 cm.
Svolítið senn að blómstra en stendur fram á haust.Stendur hér oft með blómum eftir að snjóað hefur. Þolir vel vind.
Blákragafífill (*)
Brachycome multiflida
Afbrigðin Surdaisy Strawberry, og Surdaisy Blue. Lítil körfublóm, Ljósblá blóm, og tvílit rósrauð/hvít.
Morgunfrú
Calendula officinalis
     Á leitarsíðu.
'Orange Gitana' apelsínugul. Hæð 20 til 30 cm.
Einhver harðgerðasta tegund sumarblóma sem völ er á. Stór blóm. Blómrík.
Brúðarstjarna
Cosmos bipinnatus

'Sonata Mix.'
Blandaðir litir, 40 til 60 cm.
Stór Körfublóm, allt að 10 cm. í þvermál. Stinnir stönglar. Blaðfögur. Verður fallegust í góðu skjóli.
Stúdentanellika
Dianthus barbatus

Rauð. 15 til 25 cm.
Blómríkt og harðgert.
Krosshnappur.(*)
Glechoma hedercea 'Variegata'
Hangandi fíngerður vöxtur. Blöð smágerð, ljósgræn og gul. Reynist vel hér í hengipottum. Ljósblá blóm á öðru vori, ef plantan er höfð á frostlausum stað yfir veturinn.
Mánafífill
Gazania x hybrida
     Á leitarsíðu.
'Big Kiss' Mix.'
blandaðir litir
10 til 25 cm.
Stór, falleg körfublóm sem eru lokuð í dimmviðri. Hefur reynst ágætlega sem sumarblóm á sólríkum og sæmilega skjólgóðum stað.
Meyjarblómi
Godetia grandiflora
'Dwarf Satin' Blandaðir litir.
20 til 40 cm.
Stór blóm. Blómstrar nokkuð seint, en bætir það upp með óvenjulegum glæsileik.
Aftanroðablóm
Lavatera trimestris

Bleik blóm.
.
Stór bjöllulaga blóm. Þarf skjól en er nokkuð harðgert.
Prestabrá - (Margaritta)
Argyranthemum frutescens.
Chrysanthemum
Leucanthemum maximum


5 eru í ræktun nú, með hvítum, gulum, bleikum og rauðum blómum. Filltum og einföldum. Eins er hæð, litur og lögun blaða mismunandi. Sjá myndir.
Brúðarauga
Lobelia erinus
     Á leitarsíðu.
'Regatta M. Blue´ blá blóm.
og 'Regatta Mix´blandaðir litir
Fíngerð planta, Notuð í beð og hengipotta.



Brúðarauga er bæði afgreit í sumarblómaboxum (7x7x6) og 12 cm. pottum.
Hádegisblóm
Mesembryanthemum criniflorum
Blandaðir litir.
8 til 15 cm.
Lágvaxin. Blómin í ýmsum litum, lokast ef sólina vantar og ef kalt er í veðri.
Fiðrildablóm
Nemesia strumosa
     Á leitarsíðu.
'Carnival Mix' Blandaðir litir.
20 til 30 cm.
Skrautlegt. Stendur sig oftast vel.
Sólboði
Osteospermum

15 litarafbrigði í ræktun.
Reynist vel hér í stöðinni, Vindþolinn Notaður í beð og potta, talsvert notaður á leiði.
Sólboði er seldur í pottum 13 cm.
Mánabrúður
Pelargónía

Pelargonium zonale

Blandaðir litir.
Getur þrifist úti á skjólgóðum stöðum ef sumarið er gott. Þolir illa langvarandi rigningartíð. Betri í köldu eða lítið upphituðu gróðurhúsi. Þolir ekki frost.
Hengi Tóbakshorn
Surfinia
Petunia x h.
28 afbrigði eru í ræktun. Ýmsir litir, einföld blóm og fillt. Blómakassar, aðallega með Hengi Tóbakshorni.

All harðgert sumarblóm, en þarf sæmilegt skjól og sólríkan stað.
Sumarljómi
Phlox drummondii

'Ethnie mix.' blandaðir litir.
15 til 25 cm.
Skrautlegt sumarblóm. Hefur staðið sig vel hér.
Sólhnappur
Sanvitalia procumbens


'Azteken Gold'


Gul smá körfublóm. Dökkgræn blöð. Notaður í hengipotta og beð. Breyðir vel úr sér.
Sjá Garðyrkjuritið 2007.
Silfurkambur
Senecio sineraria
(Cineraria maritima)

     Á leitarsíðu.
'Silver Dust' ljósgrá blöð.
15 til 25 cm.
Ræktaður vegna litar blaða. Notaður með öðrum litríkari tegundum eða einn sér. Harðgerður.
Snædrífa
Sutera diffusus, Bracopa.

6 sortir eru í ræktun. Blómalitir eru hvítir,bláir, og bleikir, og mismunur á stærð blaða og blóma. Þéttur vöxtur, fagurgræn blöð. Mjög blómrík. Notuð í potta og beð.
Flauelsblóm
Tagetes patula

"Champion Harmony"
og "Champion Red"

Litir eru gulir, rauðir og ýmsar samsetningar þeirra.
Fremur viðhvæm úti hér í langvarandi bleytutíð, en afbrigði með einföldum blómum hafa flest reynst harðgerðari hér, en þau filltu. Best á frekar þurrum, sólríkum stað.
Skjaldflétta
Tropaeolum majus

Hangandi afbrigði,
'Whirlybird' rauð blóm.
Einær.Notuð í hengipotta og svalakassa. ágæt til útplöntunar í beð. Harðgerð og blómviljug.
Stjúpur
Viola wittrockiana
     Á leitarsíðu.
19 litarafbrigði.
ýmsir litir. Notað er F1 fræ.
Flestir þekkja Stjúpurnar, nánast eina örugga sumarblómið á harðindasumrum hér áður fyrr.
Sjá myndir.(Eru ekki af þeim sem nú eru til, Lagað síðar..)
Fjallafjóla
Fjallafjólublendingar

Viola cornuta
Viola x williamsii

1 afbr. Helene Mount.
Ræktaðar eins og Stjúpur. Bera smærri blóm. All harðgerðar. Hægt að nota í steinhæðir, malarkanta, og í alskonar blómakér. Þroska stundum fræ sem spírar vorið eftir líkt og Stjúpur gera.




 Leitarsíða.  Tengill á leitarsíðu. <- Tenglar á leitarsíðu eru víða á síðunni.






©Réttarhóll.