Ísl. og latneskt nafn.
|
Afbrigði og litur blóma.
|
Stutt lýsing tegundar.
|
Skrautnál
Lobularia maritima
(Alissum maritima)
|
2 afbrigði
Hvít, og Dökkfjólublá.
|
Lágvaxin 8 til 10 cm. Mjög blómviljug, ilmandi blóm. Notuð í kanta og fremst í beð.
|
Ljónsmunni
Antirrhinum majus
|
'Sonnet Burgundy' dökkrauður, .
|
Blómríkur og harðgerður 30 til 40 cm. Svolítið senn að blómstra en stendur fram á haust.Stendur hér oft með blómum eftir að snjóað hefur. Þolir vel vind.
|
Blákragafífill (*)
Brachycome multiflida
|
Afbrigðin Surdaisy Strawberry, og Surdaisy Blue.
|
Lítil körfublóm, Ljósblá blóm, og tvílit rósrauð/hvít.
|
Morgunfrú
Calendula officinalis
|
'Orange Gitana'
apelsínugul.
Hæð 20 til 30 cm.
|
Einhver harðgerðasta tegund
sumarblóma sem völ er á.
Stór blóm. Blómrík.
|
Brúðarstjarna
Cosmos bipinnatus
|
'Sonata Mix.' Blandaðir litir, 40 til 60 cm.
|
Stór Körfublóm, allt að 10 cm. í þvermál. Stinnir stönglar. Blaðfögur. Verður fallegust í góðu skjóli.
|
Stúdentanellika
Dianthus barbatus
|
Rauð. 15 til 25 cm.
|
Blómríkt og harðgert.
|
Krosshnappur.(*)
Glechoma hedercea 'Variegata'
|
Hangandi fíngerður vöxtur. Blöð smágerð, ljósgræn og gul.
|
Reynist vel hér í hengipottum. Ljósblá blóm á öðru vori, ef plantan er höfð á frostlausum stað yfir veturinn.
|
Mánafífill
Gazania x hybrida
|
'Big Kiss' Mix.' blandaðir litir
10 til 25 cm.
|
Stór, falleg körfublóm sem eru lokuð í dimmviðri. Hefur reynst ágætlega sem sumarblóm á sólríkum og sæmilega skjólgóðum stað.
|
Meyjarblómi
Godetia grandiflora
|
'Dwarf Satin' Blandaðir litir.
20 til 40 cm.
|
Stór blóm. Blómstrar nokkuð seint, en bætir það upp með óvenjulegum glæsileik.
|
Aftanroðablóm
Lavatera trimestris
|
Bleik blóm. .
|
Stór bjöllulaga blóm. Þarf skjól en er nokkuð harðgert.
|
Prestabrá - (Margaritta)
Argyranthemum frutescens.
Chrysanthemum
Leucanthemum maximum
|
5 eru í ræktun nú, með hvítum, gulum, bleikum og rauðum blómum. Filltum og einföldum. Eins er hæð, litur og lögun blaða mismunandi.
| Sjá myndir.
|
Brúðarauga
Lobelia erinus
|
'Regatta M. Blue´ blá blóm.
og 'Regatta Mix´blandaðir litir
|
Fíngerð planta, Notuð í beð og hengipotta.
Brúðarauga er bæði afgreit í sumarblómaboxum (7x7x6) og 12 cm. pottum.
|
|
Hádegisblóm
Mesembryanthemum criniflorum
|
Blandaðir litir.
8 til 15 cm.
|
Lágvaxin. Blómin í ýmsum litum,
lokast ef sólina vantar og ef kalt er í veðri.
|
Fiðrildablóm
Nemesia strumosa
|
'Carnival Mix' Blandaðir litir.
20 til 30 cm.
|
Skrautlegt. Stendur sig oftast vel.
|
Sólboði
Osteospermum
|
15 litarafbrigði í ræktun.
|
Reynist vel hér í stöðinni, Vindþolinn Notaður í beð og potta, talsvert notaður á leiði.
Sólboði er seldur í pottum 13 cm.
|
|
Mánabrúður
Pelargónía
Pelargonium zonale
|
Blandaðir litir.
|
Getur þrifist úti á skjólgóðum stöðum ef sumarið er gott. Þolir illa langvarandi rigningartíð. Betri í köldu eða lítið upphituðu gróðurhúsi. Þolir ekki frost.
|
|
Hengi Tóbakshorn
Surfinia
Petunia x h.
|
28 afbrigði eru í ræktun. Ýmsir litir, einföld blóm og fillt.
|
All harðgert sumarblóm, en þarf sæmilegt skjól og sólríkan stað.
|
Sumarljómi
Phlox drummondii
|
'Ethnie mix.' blandaðir litir.
15 til 25 cm.
|
Skrautlegt sumarblóm. Hefur staðið sig vel hér.
|
Sólhnappur
Sanvitalia procumbens
|
'Azteken Gold'
|
Gul smá körfublóm. Dökkgræn blöð. Notaður í hengipotta og beð. Breyðir vel úr sér. Sjá Garðyrkjuritið 2007.
|
Silfurkambur
Senecio sineraria (Cineraria maritima)
|
'Silver Dust' ljósgrá blöð. 15 til 25 cm.
|
Ræktaður vegna litar blaða. Notaður með öðrum litríkari tegundum eða einn sér. Harðgerður.
|
Snædrífa
Sutera diffusus, Bracopa.
|
6 sortir eru í ræktun. Blómalitir eru hvítir,bláir, og bleikir, og mismunur á stærð blaða og blóma.
|
Þéttur vöxtur, fagurgræn blöð. Mjög blómrík. Notuð í potta og beð.
|
Flauelsblóm
Tagetes patula
|
"Champion Harmony" og
"Champion Red"
Litir eru gulir, rauðir og ýmsar samsetningar þeirra.
|
Fremur viðhvæm úti hér í langvarandi bleytutíð, en afbrigði með einföldum blómum hafa flest reynst harðgerðari hér, en þau filltu. Best á frekar þurrum, sólríkum stað.
|
Skjaldflétta
Tropaeolum majus
|
Hangandi afbrigði, 'Whirlybird' rauð blóm.
|
Einær.Notuð í hengipotta og svalakassa. ágæt til útplöntunar í beð. Harðgerð og blómviljug.
|
Stjúpur
Viola wittrockiana
|
19 litarafbrigði. ýmsir litir. Notað er F1 fræ.
|
Flestir þekkja Stjúpurnar, nánast eina örugga sumarblómið á harðindasumrum hér áður fyrr. Sjá myndir.(Eru ekki af þeim sem nú eru til, Lagað síðar..)
|
Fjallafjóla Fjallafjólublendingar
Viola cornuta Viola x williamsii
|
1 afbr. Helene Mount.
|
Ræktaðar eins og Stjúpur. Bera smærri blóm. All harðgerðar. Hægt að nota í steinhæðir, malarkanta, og í alskonar blómakér. Þroska stundum fræ sem spírar vorið eftir líkt og Stjúpur gera.
|