Á forsíðu.

Sitkabastarður
Picea x lutzii


Sitkabastarður. Blendingur Sitkagrenis og Hvítgrenis.

Þar sem útbreiðslusvæði villt vaxandi Sitkagrenis og Hvítgrenis mætast,
eða þar sem þessar tegundir vaxa saman hafa komið fram blendingar, sem bera mismunandi mikið af
erfðaefni frá hvorri,og geta þar af leiðandi haft mismunandi útlit og eiginleika.
Þessir blendingar hafa verði kallaðir Sitkabastarður á Íslandi en norðmenn nota nafnið Lutzigran,
sem tengist latneska heitinu Picea x lutzii.
Sitkabastarður vex misvel hér, og er það örugglega eithvað tengt þessum breytileka í erfðum.
Sumstaðar vex Sitkabastarður mög vel, ársprotar hátt í 1 meter, og er útlit þá gróft og gisið.

Annars er þetta með erfðirnar talsvert flókið mál,
Sitkagrenið er líka mjög mismunandi í útliti og eiginleikum, og ekki síður Hvítgrenið.
Þessum spurningum verða fræðimenn að svara.

Á síðu með skrá yfir trjátegundir á sölulista.