Gróđrarstöđin Réttarhóll - Fjölćringar - Ekki náhvćm skrá 2008.

     Á leitarsíđu.  <-Tengill á      leitarsíđu.
      Hér er hćgt
      ađ auđvelda
     leit ađ helstu
ćttum
  fjölćringa.Gullhumall. - Achillea tomentosa.

Sporasóley - Aquilegia.
Gróđrarstöđin Réttarhóll, Svalbarđseyri gr@rettarholl.is

Síđa međ skrá yfir ţćr tegundir fjölćringa sem eru á sölulista.
Myndir eru af mörgum tegundum.

Blásól - Meconopsis betonicifolia

Fjölćringar.

Plöntulisti.
Skráin er ekki náhvćm, og ekki er víst ađ allt sé til. Stundum koma vinkonur mínar međ plöntur af ýmsum tegundum í pottum sem eru tilbúnar í sölu. En ég kemst ekki yfir ađ fjölga fjölćringum ađ ráđi.
Upplýsingar.

Ísl.nafn
Latneskt nafn
Lýsing og rćktunarskilirđi
Garđaskriđnablóm
Arabis caucasica
15 - 20 cm. Hvít eđa bleik blóm í júní. Afar blómrík. Harđgerđ. Notuđ í beđ, steinhćđir og fláa.
Búkonubudda
Bupleurum longifolium
Allsérkennileg planta. Uppundir meter á hćđ. Lítil blóm í gisnum sveipum, gulleit fyrst en síđar gulbrún. Blómstönglar ţurfa stuđning ef plantan er ekki í skjóli.
Bláklukka
Campanula rotundifolia
Á leitarsíđu.
Íslensk jurt, algeng á Austurlandi. Blómin hangadi klukkur, venjulega bláar, en fundist hefur hvítt afbrigđi. Hćđ 15 til 30 cm. Sáir sér svolítiđ, en ekki til skađa hér.
Músagin
Cymbalaria pallida

Blágrćn kringlulaga laufblöđ. Blómin eru fjólublá, frá júní fram í september. Myndar ţéttar breiđur, međ skriđulum jarđstönglum.
Dvergadrottning
Dianthus deltoides

25 cm. Í steinhćđ eđa beđ. Góđ ţekjuplanta. rauđ blóm í ágúst. Harđgerđ.
Stúdentadrottning.
Dianthus barbatus

30 cm. Blandađir litir í júní - júlí, stundum tvíćr, en annars sćmilega harđgerđ. Hefur veriđ seld hér sem sumarblóm, en er oftast fallegri á öđru ári.
Gođalykill
Dodecatheon meadia

Nokkuđ stórvaxin. Aflöng laufblöđ. Blómin međ aftursveigđum krónublöđum í sveip á all háum stönglum í júní, ljósrauđfjólublá, međ ljósgulum hring neđst í miđju blóminu. Ţarf frjóan, rakan jarđveg. Ţrífst sćmilega í nokkrum skugga. Ţokkalega harđgerđur.
Hjartagođalykill
Dodecatheon dentatum
Hvít blóm. Lćgri en Gođalykill.
Bládrekakollur
Dracocephalum gradiflorum

Fagurblá blóm í júlí. 20 - 40 cm. Falleg og harđgerđ planta.
Alpaţyrnir
Eryngium alpinum

Blómstönglar 40 til 80 cm.háir. Litur blóma breytist eftir aldri, fyrst ljósgrćn,síđan bláleit og dökkblá og síđast silfurlit. Allhargerđur.
Risamjađurt
Filipendula kamtschatica

Verđur allt ađ 2 metrar á hćđ. Stórir hvítir blómskúfarí ágúst. Harđgerđ.
Á leitarsíđu.
Garđablágresi
Geranium pratense

Blómstrar í júlí. 50 - 80 cm. Harđgert.
Nokkur afbrigđi eru til.
G.praternse 'Caeruleum' G.p. 'Galactic' Snjóhvít blóm. G.p.'Bicolor' Tvílit.

Skógarblámi
Hepatica nobilis

Lávaxin skógarplanta, 10 til 15 cm. Blá blóm snemma á vorin. Sćmilega harđgerđur, sérstaklega ef plantan er undir laufţekju.
Freyjubrá
Leucanthemum vulgare
(Chrysanth.leucanthemum)

Stór hvít körfublóm međ gulri miđju. Tvö afbrigđi, sami litur. 40 cm. Og 80 cm.
Útlagi
Lysimachia punctata

Gul klukkulaga blóm á stinnum, háum stöngli. Rakur vaxtarstađur. Harđgerđ planta.
Skessujurt
Levisticum officinalis
Gömul kryddjurt frá S-Evrópu. Blađfögur. 100-150cm. Gulleit blóm í sveip. Harđgerđ.
Dvergablađka
Lewisia pygmaea
Hvirfing af ţykkum oddmjóum blöđum 8 - 15 cm. Blóm hvít, rauđbleik, eđa ljósblá. Steinhćđ.
Stjörnublađka
Lewisia cotyledon

15 - 25 cm. Blómstönglarnir eru hćrri en á tegundunum á undan. Blómin í ýmsum litum. Skrautleg og harđgerđ.
Rósablađka
Lewisia tweedyi

Gulbleik allstór blóm, meira og minna allt sumariđ. Ein glćsilegasta fjallablađkan. Harđgerđ.
Körfuburkni
Matteuccia struthiopteris

Stór blöđ í hringlaga hvirfingu. Verđur hér 40 til 60 cm. hár. Harđgerđur.
Piparminta
Mentha x piperita
Kryddjurt, međ lagleg rauđleit blöđ. Harđgerđ og nokkuđ frek planta.
Blásól
Meconopsis betonicifolia

Himinblá stór blóm, međ appelsínugulum frćfblum og frćfum, á 60 - 80 cm. háum stöngli. Harđgerđ, en ţarf skjól.
Rósasmćra
Oxalis enneaphylla
'Rosea'
Sama lýsing og nćst fyrir ofan, nema ađ blómin eru rauđbleik međ hvítu auga. Harđgerđ.
Jarđarberjamura
Potentilla atrosanguinea

Međalstór dökkrauđ blóm. Hćđ 50 - 60 cm. Blómstrar í júlí - ágúst. Harđgerđ.
Randagras
Phalaris arundinacea

Skrautgras, löng ljósgrćn blöđ međ gulri rönd eftir miđju. Nokkuđ frek, ţarf ađ girđa af međ plasti, eđa gróđursetja í tunnu.
Frúarlykill
Primula x pubescens
Blóm í ýmsum litum í maí - júní 15 - 20 cm. Góđ steinhćđaplanta, og í beđ. Harđgerđ.
Talsvert er til af Primulum en listinn er ónáhvćmur.
Rođalykill
Primula hirsuta
Ţétt og fögur blađhvirfing. Blóm lillableik snemma vors, sjá mynd. Harđgerđur.
Mörtulykill
Primula auricula
'Shere'
Vínrauđ blóm í maí júní.
Hoflykill
Primula macrophylla
Á leitarsíđu.        
Mjó,löng,stinn,dökkgrćn laufblöđ međ ljósari miđtaug. Blómin eru opin,mörg saman á sveip á 12 til 25 cm. háum blómstönglum,lillarauđ. Ţrífst sćmilega á Akureyri.
Hćđalykill
Primula x bullesiana
Blóm appelsínugul. Er lalinn frekar viđkvćmur. Verđur lýst nánar síđar
Fellalykill
Primula alpicola var.violacea
Laufblöđ eru aflöng,tennt,mött áferđar og hrukkótt, mynda hvirfingar. Upp úr hvirfingunum vaxa blómstönglar 40 til 60 cm.međ mörgum hangandi blómum í sveip. Stundum eru tveir sveipir hver upp af öđrum. Blómin eru fjólublá.
Fellalykill
Primula alpicola
var.luna

Sama lýsing og á nćsta fyrir ofan, nema blómin eru ljósgul.
Huldulykill
Primula elatior
Stór laufblöđ. Gul blóm,mörg saman á 10 til 30 cm. háum stönglum.
Betri lýsing ef til vill síđar.
Friggjarlykill
Primula florindae
Stórvaxin lykill.Hjartalaga blöđ,dálítiđ aflöng á löngum stilk. Blómstönglar 60 til 100 cm.stundum allt ađ 120 cm. Stórir sveipir af ljósrauđgulum blómum.(ljósorange) Ţarf frjóan,rakan jarđveg og talsverđa vökvun í ţurrkum.
Friggjarlykill
Primula florindae
Á leitarsíđu.
Sama lýsing og á nćstu sort fyrir ofan, nema ađ blómin eru sterk gul.
Kúlulykill
Primula denticulata
Ljósblá, bleik eđa hvít blóm í sveip í maí - júní. Falleg nett planta, en oft skammlíf.
Sifjalykill
Primula veris

Gul blóm á 6 til 30 cm. Háum stöngli, í sveip. Blómstrar snemma vors. Harđgerđur.
Völvulykill
Primula waltonii
     Á leitarsíđu.
Dökkrauđfjólublá blóm, 10 - 30 saman á 35 til 60 cm. háum stöngli í júlí. Harđgerđur.
Silfursóley
Ranunculus aconitifoius

Hvít blóm í júní. 35 - 50 cm. Stendur lengi í blóma. Harđgerđ og fögur planta.
Kalksóley
Ranunculus parnassifolius
Hvít blóm međ rauđleitum blć á neđra borđi, og gulri miđju. Harđgerđ.
Postulínsblóm
Skuggasteinbrjótur
Saxifraga x urbium
     Á leitarsíđu.
Hvirfingar spađalaga,gróftenntra blađa. Blómstönglarnir eru um 30 cm.háir. Hvít blóm međ rauđum dröfnum, nokkur saman í gisnum skúf. Harđgert.
Helluhnođri
Sedum acre

Gul blóm í júlí - ágúst. Íslensk planta. Algeng. Malarbeđ. Ţurr vaxtarstađur, ţar sem snjór er á vetrum.
Lýsing á vaxtarstađ á viđ allflesta hnođra.
Klappahnođri
Sedum anacampseros
Brúnleit blóm međ blári slikju í ágúst. 20 cm. Blágrá blöđ. Harđgerđur.
Klettahnođri
Sedum hybridum
Gul blóm í ágúst. Gráleit blöđ. Blađfagur og harđgerđur.
Sumarhnođri
Sedum telep.fabaria

Rauđfjólublá blóm í skúf, ágúst - sept. Blómviljugur og sćmilega harđgerđur.
Berghnođri
Sedum reflexum
Myndar mjög ţéttar breiđur. Blöđ blágrćn. gul blóm. Plantan er harđgerđ, og falleg, en blómstrar sjaldan hér.
Húslaukur
Sempervivum hybr.
Nokkrar tegundir plantna međ sígrćnar blađhvirfingar. Ţykk blöđ, og blóm á sverum stöngli.
Álfakollur
Stachys macrantha

Allstór rauđfjólublá blóm í júlí - ágúst. 30 - 50 cm. Harđgerđur. Ţrífst víđast hvar.
Gullhnappur
Trollus europaeus

Gul blóm í júní. hćđ 30 - 60 cm. Harđgerđur, ţrífst víđast hvar.


---

Skýringar međ skrá yfir fjölćrar blóm- og blađplöntur:
Heldur hefur dreigiđ úr rćktun fjölćringa hér, og oft er lítiđ til. Viđ komumst ekki yfir alla vinnuna viđ ţá.

Af sumum tegundum fjölćringa eru ađeins til fáar plöntur á lager í sölustćrđ, og geta ţar af leiđandi selst upp ţó ţćr séu á listanum, sumum tegundum er áćttlađ ađ skifta um voriđ, en svo verđur lítill tími.
Viđ reynum ađ uppfćra síđuna um voriđ ef ţarf, og tími er til.
Eins bćtast oft nýjar tegundir á sölulista yfir sölutímann.

Helsta vandamál fjölćrudeildarinnar er ađ ekki gefst tími til ađ snyrta og fćra allar tegundir á sölusvćđi fyrr en talsvert er liđiđ á voriđ. Komiđ hefur fyrir ađ snjór hafi veriđ yfir lager međ fjölćringum fram í lok maí. Svo vegna anna viđ umhyrđu og sölu sumarblóma, er stundum lítill tími.
En ef viđskiftavinur hefur nafn tegundar, er plantan sótt á vetrarstađ, ef tegundin er til.

Fjölćrblóm eru til sölu allt sumariđ og fram á haust.


Talsvert er um breytingar á latneskum nöfnum tegunda síđustu árin. Ţá eru grasafrćđingar ađ breyta flokkun og samrćma, eđa uppgötva ný sannindi um skyldleika tegundanna. Sumstađar eru gömlu nöfnin notuđ hér, en annarsstađar eru tvö latnesk nöfn í listanum.
Oftast er notast viđ ţau nöfn sem fylgja frći eđa plöntum ţegar efniđ kemur til okkar, sem síđan er leiđrétt ef önnur nöfn fást stađfest.
Á leitarsíđu. <- Ţetta merki er víđa á síđunni, og er tegill á frumstćđa leitarsíđu, ţar sem hćgt er ađ finna helstu undirćttir plantna ţeirra sem eru á söluskrá.

Efst á síđu.
©Réttarhóll.