Opið er frá miðjum maí ef veðurskylirði leifa, til 1. október með örfáum lokunardögum yfir sumarið, sem auglýstar eru í tíma á fréttasíðu.
(Sjá nánar um afgreiðslutíma á fréttasíðu.)
Stöðin er ofan við kirkjuna á Svalbarði sem er rétt sunnan og ofan
við þorpið Svalbarðseyri,
við austanverðan Eyjafjörð, 12 km. frá Akureyri.
Nú 2024 eru 34 ár síðan plöntusala hófst hér.
Þegar ekið er eftir þjóðvegi 1 til eða frá Akureyri hugið þá að
afleggjaranum niður á Svalbarðseyri.
Akið í áttina heim að kirkjunni, og upp með
skógarreitnum sem þar er, að hliði Gróðrarstöðvarinnar.